Heima / Atvinna / Atvinna erlendis

Atvinna erlendis

Ef þú hefur hug á því að vinna erlendis, hvort sem er í styttri eða lengri tíma, þá ættir þú að kynna þér Evróvísinn sem veitir ungu fólki upplýsingar um tækifæri í Evrópu. Aðrar síður sem gætu verið þér hjálplegar eru eftirfarandi:

Ég mæli einnig með að þú kíkir yfir grein Áttavitans um atvinnuleit erlendis. Ef þú ert hins vegar opin/nn fyrir ólaunuðum störfum en um leið mikilli reynslu þá bendi ég á flipann um sjálfboðaliðastörf. Athugaðu að ef þú nýtir þér EVS, European Voluntary Service, þá þarftu ekki að borga fyrir að taka þátt.

Ef þú ert hins vegar að leita þér að launuðum störfum erlendis þá má benda á ævintýragjarnari leiðir líkt og að gerast starfsmaður á farþegaskipi sem ferðast um allan heiminn. Síður sem veita þér frekari upplýsingar um slíkt eru til að mynda Cruise Ship JobsAll Cruise Jobs eða Carnival UK. Ekki gleyma því þó að um er að ræða starf en ekki frí!

Flestir Íslendingar búa yfir ágætri enskukunnáttu og ef það á við um þig þá gætir þú orðið enskukennari nánast hvar sem er í heiminum. Með því að klára námskeið hjá TEFL gætir þú fljótt orðið enskukennari í þínu draumalandi, hvort sem það yrði Tæland, Spánn eða Kína, svo dæmi séu tekin.

Síðast en ekki síst má benda á það að starfsnám er mun algengari erlendis en það er hér á Íslandi. Ef þú veist við hvað þú vilt vinna þá er um að gera að kynna sér heimasíður þeirra fyrirtækja sem þú hefur áhuga á og athuga hvort þau bjóða upp á starfsnám sem þú getur sótt um.

Slík vinna er yfirleitt launuð, að minnsta kosti ef starfsnámið varir í marga mánuði eða jafnvel ár (en þó er alla jafna um ákveðin grunnlaun að ræða). Þá er einnig hægt að skrá sig hjá þjónustum sem para saman starfskrafta og fyrirtæki: