Heima / Ferðalög / Au-pair

Au-pair

Au-pair er góður kostur fyrir þá sem eru að fara erlendis í fyrsta sinn og þarfnast smá öryggis. Sem au-pair býrðu hjá fjölskyldu sem getur aðstoðað þig ef þess er þörf, þú verður kyrr á einum stað í stað þess að vera á ferð og flugi og getur því kynnst borginni og landinu sem þú velur því um betur. Sem au-pair er ætlast til þess að þú sinnir barnagæslu og léttum heimilistörfum fyrir vasapening, en launin og tímavinnan eru ákveðin á milli hverrar au-pair og fjölskyldu hennar fyrir sig.

Það eru nokkrar leiðir sem þú getur farið ef þig langar að verða au-pair. Þú getur farið til íslenskrar fjölskyldu sem býr erlendis, en þá er um að gera að fylgjast með smáauglýsingunum í blöðunum þar sem fjölskyldur óska oft eftir slíku (eða spyrjast fyrir á meðal kunningja sem gætu þekkt fólk í leit að au-pair). Ef þú vilt búa hjá erlendri fjölskyldu, þar sem þú ert líklegri til að pikka upp nýtt tungumál, þá getur þú nýtt þér íslenskar eða erlendar þjónustur sem para fjölskyldur og au-pair saman.

Endilega taktu þér góðan tíma til þess að ákveða þig. Veltu því vel og vandlega fyrir þér hvert þig langar að fara, og af hverju. Viltu læra nýtt tungumál? Viltu skoða eitthvað ákveðið land? Viltu vera partur af íslenskri fjölskyldu? Þú þarft ekki að velja fyrsta kostinn sem upp kemur.

Þegar þú ert kominn með nokkra valkosti þá er um að gera að vera í sambandi við fjölskyldurnar til þess að vera viss um að þú veljir rétta staðinn fyrir þig. Ég mæli með því að þú farir til fólk sem er virkilega hrifið af landinu sem það býr í, það ætti þá að vera áhugasamt um að kynna þig fyrir landinu og gefa þér góð ráð. Nú til dags er lítið mál að hringjast á við fólk, til dæmis á Skype, og fá tilfinningu fyrir því áður en lagt er af stað til nýs lands.

Eitt sem er mikilvægt að passa áður en lagt er í hann er að þú sért örugglega að fara þangað sem þú heldur að þú sért að fara. Þetta getur þú fullvissað þig um með því að nota viðurkenndar au-pair þjónustur sem þú veist að þú getur treyst, eða með því að gerast au-pair hjá fólki sem þú eða kunningjafólk þitt þekkir til. Ekki stefna öryggi þínu í hættu með því að leggja af stað án þess að hafa fyrst gert viðeigandi ráðstafanir.

Það getur þú til að mynda gert með því að kynna þér vefsíðu IAPA (The International Au Pair Association) en það er alþjóðlegt félag þeirra sem reka au-pair þjónustur. Til þess að tilheyra félaginu verða þær þjónustur að fara eftir ákveðnum reglum til þess að fá vottun og því er hægt að setja traust sitt á lista þeirra yfir au-pair þjónustur um heim allan. Au-pair þjónustur eru til að mynda: