Heima / Ferðalög / Heimsreisur

Heimsreisur

Að mörgu ber að huga áður en lagt er upp í ferðalag erlendis. Ef þú ert að leggja af stað í fyrsta sinn þá væri ekki vitlaust að líta yfir gátlista Utanríkisráðuneytisins og athuga hvort þú sért með allt á hreinu. Ertu með gilt vegabréf? Ertu á leið til lands þar sem þú þarfnast vegabréfaáritunar? Ertu með ferðatryggingu? Þarftu að fara í bólusetningar áður en lagt er af stað?

Ef þú ert ekki viss um það síðastnefnda þá er um að gera að kíkja á lista frá Bakpokaferdir.com þar sem þú finnur allar slíkar upplýsingar (athugaðu að þar er einnig að finna upplýsingar um moskítóvarnir) – aðrar mikilvægar síður eru Landlaeknir.is og Ferdavernd.is, auk þess sem þú getur haft samband við heimilislækninn þinn.

Ef eitthvað kemur upp á þá getur miklu máli skipt að vera með góða ferðatryggingu. Athugaðu vandlega hvers konar ferðatrygging er falin í greiðslukortinu þínu og ef hún er ekki nægileg þá er um að gera að tryggja sig betur. Ferðatryggingar getur þú nálgast hjá íslenskum fyrirtækjum líkt og Sjóvá, Vís, og TM en auk þess getur þú einnig fengið ferðatryggingu hjá erlendum fyrirtækjum eins og WorldNomands.

Þegar kemur að því að plana ferðalagið sjálft þá er um að gera að nýta sér nýjustu tækni. Mashable.com hefur tekið saman lista yfir ný forrit og samfélagsmiðla sem sniðugt er að nýta sér til að fá bestu tilboðin og ráð frá reyndari ferðalögum, svo sem TripAdvisor, TripIt, AirBnB og HipMunk. Frekari upplýsingar um sniðug snjallsímaforrit fyrir ferðalagið er einnig að finna á Heimsreisa.is, sem og hjá NY Travel.

Ekki er heldur vitlaust að næla sér í appið frá Lonely Planet sem gerir þér kleift að fá allar upplýsingar um áfangastaði þína beint í símann og sparar þér að ferðast um með þykkar ferðahandbækur. Matador Network hefur að lokum tekið saman lista yfir þá hluti sem þú þarft að taka með þér í ferðalagið.

Númer eitt, tvö og þrjú er að sjálfsögðu að fá sem bestu flug- og hóteltilboð en nóg er að finna af leitarvélum sem geta aðstoðað þig í þeirri leit. Ég mæli einnig með þessari samantekt frá ferðalangnum Nomadic Matt um leiðir til að næla sér í ódýrt flug. Þá getur þú nýtt þér eftirfarandi síður:

Flug og hótel er það tvennt sem mun kosta þig mestan pening en athugaðu að það eru ýmsar leiðir til að finna sér ódýra – eða jafnvel fría – gistingu eins og fjallað er um hér á síðunni.

Þó það sé stressandi að leggja af stað í heimsreisu í fyrsta sinn þá er mikilvægt að muna að þú þarft ekki að finna upp hjólið því ótalmargir Íslendingar hafa lagt upp í slík ferðalög á undan þér og þú getur lært af þeirra upplifunum. Bakpokaferdir.com hefur til dæmist sett saman lista yfir það sem þú þarft að taka með þér, auk þess sem þú getur lesið ferðablogg Íslendinga og lært af þeim (prófaðu að slá inn „ferðablogg“ á Google og athugaðu hvað Íslendingar hafa verið að gera).

Ertu hrædd/ur um að þú sért ekki með allt á hreinu? Kíktu þá yfir á Áttavitinn.is og skoðaðu hjá þeim gátlista fyrir ferðalög til útlanda og/eða skelltu þér yfir á Heimsreisa.is og fáðu góð ráð frá reyndum ferðalöngum. Gangi þér vel!