Heima / Ferðalög / Sjálfboðaliðastarf

Sjálfboðaliðastarf

Vart þarf að taka fram hversu góð reynsla það er að gerast sjálfboðaliði, fyrir það fyrsta þá ferðast þú til nýs lands, lærir jafnvel nýtt tungumál, upplifir ólíka menningarheima og lætur gott af þér leiða – auk þess sem það lítur vel út á ferilskrá þinni. Athugaðu að ef þú vilt fara í málaskóla og gerast sjálfboðaliði í kjölfarið af því þá getur þú fræðst betur um slíkt undir flipanum málaskólar.

Ef þú hefur áhuga á því að gerast sjálfboðaliði erlendis þá er um að gera að kynna sér samtök líkt og AIESEC en í gegnum þau getur þú komist í störf sem eru ýmist launuð, eða þá að þú færð frítt fæði og húsnæði á meðan á dvölinni stendur. Athugaðu að þú þarft að vera yngri en 30 ára, auk þess sem ekki má hafa liðið meira ein tvö ár síðan þú laukst háskóla.

Þú getur einnig komist í sjálfboðavinnu í gegnum AUS – Alþjóðlegu Ungmennaskiptin, Múltí KúltíVeraldarvini, Nínukot og KILROY, svo dæmi séu tekin. Ef þú vilt fá aðstoð við að sækja um hjá samtökum líkt og AUS þá geta starfsmenn Hins Hússins veitt þér ráðgjöf.

AFS á Íslandi aðstoðar ungt fólk við að komast að sem skiptinemar erlendis en þeir bjóða einnig upp á sjálfboðaliðastarf hér heima á Íslandi. Þeir sem bjóða sig fram munu sinna starfi AFS á Íslandi með því að aðstoða þá erlendu nemendur sem hingað koma eins og fjallað er um á heimasíðu þeirra.

Það eru í raun fjölmörg samtök og þjónustur hér á Íslandi sem gera þér kleift að sinna hjálparstarfi hérlendis, ef þú hefur áhuga á slíku hvet ég þig til þess að skoða eftirfarandi lista sem Áttavitinn.is hefur tekið saman.

Erlendar þjónustur sem þú getur einnig sótt um hjá eru til að mynda:

 Þá hefur Workingabroad.com jafnframt tekið saman lista yfir sjálfboðaliðasamtök sem þú getur rennt yfir auk þess sem Evrópusambandið heldur úti upplýsingasíðu um slík störf.