Heima / Nám / Framhaldsskólar

Framhaldsskólar

Framhaldsskólar á Íslandi eru um 40 talsins og skiptast samkvæmt Menntamálaráðuneytinu í þrjá flokka:

  • Menntaskólar bjóða upp á fjögurra ára bóknámsbrautir sem lýkur með stúdentsprófi, þ.e. inngönguprófi í háskóla.
  • Fjölbrautaskólar bjóða upp á bóknámsbrautir, sem eru sambærilegar við þær sem menntaskólar bjóða upp á, sem lýkur með stúdentsprófi. Þessir skólar hafa einnig upp á að bjóða bóklega og verklega menntun eins og í iðn- og verkmenntaskólunum og auk þess ýmsar aðrar námsbrautir á sviði starfsmennta og lista.
  • Iðn- og starfsmenntaskólar bjóða upp á bóklegt og verklegt nám í löggiltum iðngreinum og ýmsum iðngreinum án löggildingar.

Upplýsingar um innritun í framhaldsskóla er hægt að finna á Menntagátt.isÞess má geta að nemendur af landsbyggðinni eiga rétt á jöfnunarstyrk en upplýsingar um slíkt er að finna á heimasíðu Lánasjóðs Íslenskra Námsmanna.