Heima / Nám / Nám erlendis / Háskólanám erlendis

Háskólanám erlendis

Það er ekki jafn flókið að fara erlendis í háskóla líkt og ætla mætti. Upplýsingastofa um nám erlendis veitir greinargóðar upplýsingar um hvers kyns nám erlendis, hvort sem um er að ræða nám á eigin vegum eða skiptinám frá Íslandi. Hafir þú hug á að fara í skiptinám er að sjálfsögðu best að skoða síður háskólanna hér heima, eins og t.d. síðu Háskólans í Reykjavík, Bifrastar, Háskólans á Akureyri og svo framvegis.

Farabara.is veitir auk þess upplýsingar um nám erlendis en hafir þú hug á því að fara í gegnum ferðaskrifstofu geturðu fengið fría ráðgjöf hjá KILROY. Spurningum ungs fólks varðandi slíkt nám hefur einnig verið svarað á síðu Áttavitans. Þá eru upplýsingar um ýmis konar nám og atvinnu erlendis jafnframt að finna á síðu Rannís.

Það er ekkert sem segir að þú þurfir að fara í gegnum íslenska háskóla eða ferðaskrifstofur enda er alltaf hægt að sækja beint um nám hjá viðeigandi skóla. Síður líkt og Find a Masters, Study Portals og Masterstudies.com er hægt að nýta til að skoða úrval náms sem í boði er um heim allan, ýmist á grunn- og framhaldsstigi. Sértu á leiðinni út eða vantar einhvers konar aðstoð er gott að kynna sér Samband íslenskra námsmanna erlendis.