Heima / Nám / Nám erlendis / Málaskólar

Málaskólar

Málaskólar eru frábært tækifæri fyrir þá sem vilja komast út fyrir landsteinana í lengri eða styttri tíma en jafnframt nýta tímann til þess að læra nýtt tungumál. Misjafnt er hvað fólk vill læra, sumir vilja hressa upp á enskuna, á meðan aðrir hafa áhuga á því að læra torkenndari tungumál líkt og rússnesku eða japönsku.

Sumir málaskólar bjóða jafnframt upp á sambland af málaskóla og sjálfboðaliðastarfi, líkt og spænski málaskólinn Don Quijote. Spænska er eitt vinsælasta tungumál til þess að læra, það er að sjálfsögðu eitt a þremur mest töluðu tungumálum heims, en Íslendingar eru auk þess fegnir að komast í sól þegar þeir fara erlendis. Spænskuna er einnig hægt að læra spænsku á Spáni eða á völdum stöðum í Suður-Ameríku, svo úrvalið um til hvaða lands skal haldið er að því leytinu til afar gott.

Eftirfarandi er úrval af málaskólum um víða veröld en lista yfir slíka skóla má einnig finna á farabara.is: