Heima / Um síðuna

Um síðuna

Innblástur er hugarfóstur mitt en henni er ætlað að hjálpa ungu fólki að fá hugmyndir að því hvað sé í boði er viðkemur námi, ferðalögum og atvinnu og hvernig það geti í framhaldinu framkvæmt það sem verður fyrir valinu. Ég fékk hugmyndina að síðunni vegna þess að í hvert skipti sem ég stóð frammi fyrir því að ákveða hvað ég ætlaði mér að gera næst þá fannst mér erfitt að fá upplýsingar um hvað væri í boði.

Undanfarin ár hef ég:

  • Lokið BA-gráðu í Ensku með Bókmenntafræði sem aukagrein og MA gráðu í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands
  • Lokið MA-gráðu í Publishing við Anglia Ruskin University í Cambridge, Englandi
  • Lært spænsku í málaskólanum Don Quijote í Barcelona, Spáni
  • Verið au-pair í smábænum Kauniaien, rétt fyrir utan Helsinki í Finnlandi
  • Lokið námskeiðinu Unleash the Power Within hjá Tony Robbins sem fram fór í London
  • Stundað starfsþjálfun hjá Bleikt.is, Sölku bókaforlagi, markaðsfyrirtækinu Lawson Marketing Consultancy Ltd í Cambridge, Englandi, Bloomsbury bókaforlagi í London auk þess sem ég hef ritstýrt handriti fyrir Safkhet Publishing
  • Starfað sem samfélagsmiðlari hjá PIPAR\TBWA auglýsingastofu þar sem ég hef aftur hafið störf, í þetta sinn sem texta- og hugmyndasmiður

Ég vona að þú getir nýtt þessa síðu til þess að finna út úr því hvað þig langi til að gera og hvernig þú eigir að gera það, hvort sem þú hefur áhuga á að fara í skóla eða ferðast eða finna þér góða vinnu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða efni sem þú vilt koma á framfæri, vinsamlegast ekki hika við að hafa samband á innblastur@innblastur.is.

Ég tek það fram að Innblástur.is geymir ekki og mun aldrei geyma allar þær upplýsingar sem til eru um nám, atvinnu og ferðalög fyrir unga Íslendinga – að minnsta kosti ekki án þinnar hjálpar. Ef þú veist um eitthvað sem þér finnst að eigi heima á síðunni þá bið ég þig vinsamlegast um að láta mig vita og ég mun uppfæra síðuna við fyrsta tækifæri.

Kveðja,

Guðný Guðmundsdóttir ritstýra

is.linkedin.com/in/gudnygudmundsdottir/en